Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. apríl 2019 09:10
Elvar Geir Magnússon
Börsungar bjartsýnir á að landa Rashford
Powerade
Rashford er orðaður við Börsunga.
Rashford er orðaður við Börsunga.
Mynd: Getty Images
Andre Gomes.
Andre Gomes.
Mynd: Getty Images
Rashford, Sanchez, De Gea, Coutinho, Mata og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Barcelona er tilbúið að gera 100 milljóna punda sumartilboð í Marcus Rashford (21), sóknarmann Manchester United og enska landsliðsins. Börsungar eru bjartsýnir á að landa Rashford vegna óróleikans sem er hjá United. (Mail)

Inter mun reyna að fá Alexis Sanchez (30) frá Manchester United ef Sílemaðurinn lækkar launakröfur sínar. (Independent)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, óttast að markvörðurinn David de Gea (28) vilji fara til Paris St-Germain í sumar. (Sun)

Chelsea mun horfa til brasilíska landsliðsmannsins Philippe Coutinho (26) hjá Barcelona ef félagið missir Eden Hazard (28) í sumar. Hazard hefur verið orðaður við Real Madrid og Chelsea telur að Coutinho sé rétti maðurinn í staðinn, ef félagið sleppur við kaupbannið. (El Confidencial)

PSG vill fá 26 milljónir punda fyrir belgíska hægri bakvörðinn Thomas Meunier (27) sem er á óskalistum Manchester United, Arsenal og Chelsea. (Mirror)

Ed Woodward hélt krísufund með Ole Gunnar Solskjær og Mike Phelan eftir sjöunda tap Manchester United í níu leikjum. (Mail)

Atletico Madrid áætlar að reyna að fá Juan Mata (30) frá Manchester United. (Sport)

Arsenal íhugar að berjast við Everton um portúgalska miðjumanninn Andre Gomes (25) hjá Barcelona. Gomes er hjá Everton á lánssamningi. (ESPN)

Arsenal hefur áhuga á að kaupa miðvörðinn Eric Bailly (25) frá Manchester United. (Mail)

Þjálfaralið Maurizio Sarri hjá Chelsea óttast að missa vinnuna eftir tímabilið. (Sun)

Everton er með í baráttunni um enska sóknarmanninn Tammy Abraham (21) hjá Aston Villa. (Star)

Tottenham vill fá Nicolo Zaniolo (19), miðjumann Roma. (Mail)

Leicester skoðar möguleika á að fá ítalska sóknarmanninn Andrea Petagna (23) frá Atalanata. (Guardian)

West Ham undirbýr tilboð í miðjumann Real Madrid, Dani Ceballos (22). (Mirror)

Shane Long (32), sóknarmaður Southampton, telur sig vera að spila upp á framtíð sína hjá félaginu. (Daily Echo)

Úlfarnir hafa sent inn fyrirspurn til Besiktas vegna áhuga á Domagoj Vida (29), króatíska varnarmanninum. (Sporx)

Crystal Palace hefur augu á Che Adrams (22), framherja Birmingham. Palace er í leit að nýjum sóknarmanni í sumar. (Evening Standard)

Arsenal mun fá til sín brasilíska framherjann Gabriel Martinelli (17) frá Ituano í sumar. (Goal)

Mohamed Diame (31), senegalski miðjumaður hjá Newcaste, ýjar að því að hann muni skipta um félag í sumar. (Mirror)

Ayoze Perez (25), framherji Newcastle, viðurkennir að leikmenn hafi áhyggjur af framtíð Rafael Benítez í stjórastólnum. (Chronicle)

Ryan Sessegnon (18), miðjumaður enska U21-landsliðsins, vill ekki binda sig hjá Fulham eftir fall liðsins. (Sky Sports)

Queens Park Rangers hefur rætt við Darren Moore, fyrrum stjóra West Brom. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner