Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   lau 26. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Walker: Vissi ekki af myndavélunum
Mynd: EPA
Kyle Walker, leikmaður AC Milan, komst í fréttirnar fyrir nokkrum vikum fyrir að gagnrýna samherja sinn, Joao Felix.

Walker sagði við Felix, í hálfleik gegn Napoli, að senda boltann því það væri enginn Messi hérna.

„Ég var ekki að segja við hann að hann væri ekki Messi. Ég meinti að við þurftum að ná framförum. Hann var sammála og sagði að við þurftum að senda boltann meira," sagði Walker.

„Ég sagði þetta ekki bara við hann. Ég vissi ekki af myndavélunum. Ég hefði samt ekki breytt neinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner