Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. maí 2020 11:33
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Birkir var fljótur að jafna sig af veirunni
Birkir Heimisson.
Birkir Heimisson.
Mynd: Valur
Birkir Heimisson, leikmaður Vals, greindist með kórónaveiruna í lok mars. Hann var rúmliggjandi, með mikla beinverki, hita, höfuðverk og kvef.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net að Birkir hafi verið fljótur að jafna sig.

„Hann smitast eftir að búið var að loka öllu. Þá sáu menn það strax að það gat ekki hafa komið smit inn í leikmannahópinn. Hann fór í sóttkví og var fljótur að jafna sig eftir þetta," segir Heimir.

Birkir er tvítugur og kom til Vals síðastliðið haust frá Heerenveen en þessi tvítugi leikmaður var í yngri flokkum Þórs á Akureyri áður en hann fór til Hollands árið 2016.

„Hann er efnilegur strákur og hefur staðið sig vel á æfingum. Hann er vel uppalinn og duglegur strákur sem vill þetta. Hann þarf bara að vera þolinmóður og vinna vel," segir Heimir sem var spurður að því hvort Birkir yrði í stóru hlutverki í sumar?

„Það er mitt að vita og þitt að komast að!"
Heimir Guðjóns í ítarlegu viðtali um fótboltasumarið
Athugasemdir
banner
banner
banner