Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Breiðablik í neðri hlutanum - Versta byrjun liðsins í ellefu ár
Blikar eru í 6. sæti deildarinnar eftir sex umferðir
Blikar eru í 6. sæti deildarinnar eftir sex umferðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur gengið illa að finna rétta taktinn í byrjun tímabilsins og situr það í 6. sæti Bestu deildarinnar eftir sex umferðir en þetta er versta byrjun liðsins í ellefu ár.

Blikar byrjuðu tímabilið vel og unnu Þór/KA 4-1 á Kópavogsvelli í lok apríl en töpuðu svo óvænt fyrir Keflavík, 1-0, í umferðinni á eftir.

Liðið vann næstu tvo leiki sannfærandi gegn Stjörnunni og KR en hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn ÍBV og Val.

Valur er nú með sex stiga forystu á Blika og miðað við söguna þá gæti það reynst dýrkeypt þó svo það sé aðeins búið að spila sex umferðir.

Þetta er versta byrjun Blika síðan 2011 en þá var liðið í 5. sæti með 7 stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Liðið átti samskonar byrjun í níu liða deild árið 2007 og var einnig með sjö stig eftir sex umferðir.

Breiðablik hafnaði í 6. sæti árið 2011 með 23 stig en síðan þá hefur liðið aldrei hafnað neðar en í 5. sæti.
Athugasemdir
banner
banner