Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 26. maí 2023 14:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sammi sektaður eftir ummæli og myndbirtingu á Twitter
Lengjudeildin
watermark Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra.
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri hefur fengið 75 þúsund króna sekt vegna opinberra ummæla og myndbirtingar formanns stjórnar meistaraflokksráð karla á Twitter vefsíðu hans.

„Um var að ræða opinber ummæli og myndbirtingu sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi alvarlega verið vegið að heiðarleika og heilindum dómara í leik Þórs og Vestra í Lengjudeild karla, þann 6. maí," segir í tilkynningu KSÍ en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sendi málið á borð aga- og úrskurðarnefndar.

Ummælin sem um er að ræða í þessu máli eru: „Gott er að eiga góða að," en Sammi var þá að svara íþróttafréttamanninum og Þórsaranum Óðni Svan Óðinssyni sem var að fagna sigri Þórs.

Samúel lét þessi ummæli falla á Twitter eftir 2-1 tap Vestra gegn Þór og birti mynd af Gunnari Oddi Hafliðasyni, dómara leiksins.

Í dómnum kemur fram að Samúel taki fulla ábyrgð, en eins og áður segir þá er sektin 75 þúsund krónur.

Sjá einnig:
Davíð Smári skaut á Þór: Eins og að senda pípara í rafvirkjastarf
Athugasemdir
banner
banner