Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 26. júní 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Fer ekki að deila þessum göldrum
Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Þór Llorens með Sævari Þór Gíslasyni úr stjórn knattspyrnudeildar Selfoss.
Þór Llorens með Sævari Þór Gíslasyni úr stjórn knattspyrnudeildar Selfoss.
Mynd: Knattspyrnudeild Selfoss
Selfoss er í öðru sæti 2. deildar.
Selfoss er í öðru sæti 2. deildar.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Helgi Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður 8. umferð er Þór Llorens Þórðarson, leikmaður Selfoss. Þór er á láni hjá Selfossi frá ÍA. Hann skoraði eitt og lagði upp tvö í 4-2 sigri Selfoss gegn Tindastóli.

„Þetta var fínasti leikur hjá okkur, en við fáum samt tvö kærulaus mörk á okkur og hleypum þeim óþarflega mikið inn í leikinn strax í byrjun seinni hálfleiks. Annars var þetta flottur leikur í heildina. Við höfum verið að æfa föst leikatriði vel og virðist það vera að skila sér," segir Þór.

Tindastóll er á botninum með aðeins eitt stig. Það var þó ekki erfitt að gíra sig upp í leikinn að sögn Þórs.

„Alls ekki, við vitum að það getur allt gerst í þessari deild og því þurfum við að vera vel gíraðir í alla leiki. Það skiptir ekki máli hvar þeir eru staddir í töflunni - við undirbúum okkur alveg eins í alla leiki."

Þór er 19 ára gamall. Hann segir að það hafi ekki verið erfitt að koma inn í samfélagið á Selfossi.

„Þetta er bara algjör veisla. Það er mjög vel tekið á móti manni og gaman að prófa eitthvað nýtt."

Þór leikur sem vinstri bakvörður og er hann mikið að gefa boltann inn í teig. Í teignum er sóknarmaður að nafni Hrvoje Tokic. Tokic er góður markaskorari og er hann kominn með sjö mörk í átta leikjum.

„Ég og Tokic náum mjög vel saman. Hann er nátturulega algjör svindlkarl í þessari deild. Það er gríðarlega gott að hafa einn Tokic inn í teignum."

Selfoss, sem féll úr Inkasso-deildinni í fyrra, er núna í öðru sæti með 16 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Leiknis. Er markmiðið ekki að fara beint aftur upp?

„Ef ég þekki Dean (Martin, þjálfara Selfoss) rétt þá er það jú planið!" sagði Þór.

Var markahæstur í Íslandsmeistaraliði
Eins og áður segir þá kom Þór á Selfoss frá ÍA. Hann lék með Íslandsmeistaraliði ÍA í fyrra í öðrum flokki. Hann fór á kostum og var markahæsti leikmaður liðsins sem bakvörður. Hann skoraði átta mörk beint úr aukaspyrnu, en markið hans gegn Tindastóli kom einmitt beint úr aukaspyrnu.

„Sumarið í fyrra var geggjað. Liðsheildin var virkilega góð og mórallinn í hópnum upp á tíu. Aukaspyrnurnar skiluðu átta mörkum og var það virkilega sætt. Siggi (Sigurður Jónsson) og Beggi (Elínbergur Sveinsson) gerðu virkilega góða hluti með þetta lið og eiga þeir hrós skilið."

„Markið gegn Tindastól var kannski ekki það flottasta sem ég hef skorað í gegnum tíðina en mark er mark."

Hver er galdurinn að góðri aukaspyrnu?

„Ég fer ekki að deila þessum göldrum, en eigum við ekki að segja að aukaæfingin skapi meistarann."

Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner