Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 26. júní 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
María Þórisdóttir: Þessi leikur fylgir mér enn
Mynd: Getty Images
María Þórisdóttir verður í eldlínunni á morgun þegar Noregur mætir Englandi í 8-liða úrslitum HM í Frakklandi.

María hefur verið í lykilhlutverki hjá Noregi á mótinu.

María, sem er 26 ára varnarmaður og leikur með Chelsea á Englandi, á yfir 30 landsleiki fyrir Noreg. Hún tók þátt á HM 2015 og var þá í norska liðinu sem tapaði fyrir Englandi í 16-liða úrslitunum. Sá leikur endaði 2-1.

María man vel eftir þeim leik. Hér að neðan má sjá myndbrot úr honum.

„Ég var mjög vonsvikin og þessi leikur fylgir mér enn. Ég var ung, en þetta var gríðarlega erfitt," sagði María við vefsíðu FIFA.

Hún telur að það séu miklar breytingar á norska liðinu frá tapinu 2015. „Stóri munurinn er samheldnin og styrkurinn í hópnum. Við vitum hvernig við viljum spila og við höfum byggt upp strúktúr síðustu tvö árin og það er mjög gott. Við erum sterkari innan sem utan vallar."

Það er mjög góður andi í liði Noregs núna og María vonast til þess að það haldi áfram eftir leikinn gegn Englandi.


Athugasemdir
banner
banner