banner
   fim 26. ágúst 2021 22:46
Elvar Geir Magnússon
Rýnt í Ronaldo og Man City - „Skrítið en spennandi"
Ronaldo er 36 ára gamall.
Ronaldo er 36 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Raphael Honigstein.
Raphael Honigstein.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður Manchester United, færist nær því að ganga í raðir Manchester City samkvæmt nýjustu fréttum.

Skipti Ronaldo til Juventus urðu ekki eins farsæl og vonast var eftir. Liðið hefur ekki komist í gegnum 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan hann kom til Tórínó.

Íþróttafréttamaðurinn Raphael Honigstein er sérfræðingur í evrópskum fótbolta og í breska ríkisútvarpinu svaraði hann nokkrum spurningum varðandi þessar risafréttir af einum besta fótboltamanni allra tíma.

Af hverju er Juventus tilbúið að losa sig við Ronaldo?
„Juventus er í raun og veru að reyna að losa hann. Það hafa jafnvel verið vangaveltur um að hann gæti farið frítt svo félagið losni við hann af launaskrá. Að þeirra mati er hann ekki að skila nægilega miklu innan vallar," segir Honigstein.

„Ég spurði James Horncastle, sérfræðing um ítalska fótboltann, hvort Juventus væri sterkari í Meistaradeildinni með eða án Ronaldo og hann svaraði án umhugsunar 'án Ronaldo'. Þannig hugsar Juventus hlutina núna og það er mjög áhugavert að City og Pep Guardiola telji að hann sé púslið sem vantar í Meistaradeildina þegar það hefur ekki þróast þannig fyrir Juventus."

Passar hann í hugmyndafræði Pep Guardiola?
„Maður hugsar ekki um hann sem Pep leikmann. Hann virðist ekki leikmaður fyrir svona kerfi. Það er skrítið en spennandi að sjá hvernig þetta mun virka. Fyrir lið sem vann úrvalsdeildina sem lið og var aðeins einni furðulegri uppstillingu frá því að vinna Meistaradeildina þá ákvað Guardiola að han þyrfti Jack Grealish og Harry Kane til að fullkomna liðið. Það virtist fjarlægt að liðið myndi sækja Cristiano Ronaldo en nú virðist það vera að gerast."

Ef City kaupir Ronaldo, kemur það í veg fyrir að félagið muni reyna við Erling Haaland á næsta ári?
„Ég held að City muni halda áfram að reyna við Haaland þó Ronaldo komi en það gæti hindrað Haaland í að telja að City væri góður kostur. Hann fór ekki til Dortmund því þar var borgað best heldur því þar var hann öruggur með að spila í 'níunni'. Ef Ronaldo er í þeirri stöðu gæti það orðið erfiðara fyrir Pep og City að sannfæra Haaland."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner