Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. ágúst 2021 21:29
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo biður um að vera seldur - Tilboð frá Man City væntanlegt
Ronaldo færist nær Manchester City.
Ronaldo færist nær Manchester City.
Mynd: Getty Images
Sky Sport Italia segir að Cristiano Ronaldo hafi þegar tæmt skápinn sinn í búningsklefa Juventus og ljóst sé að hann mun ekki spila með gegn Empoli um helgina.

Íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að Ronaldo hafi tilkynnt Juventus að hann vilji ekki vera lengur hjá félaginu og formlegt tilboð sé væntanlegt frá Manchester City á næstu klukkustundum.

Umboðsmaðurinn Jorge Mendes hefur verið að ræða við forráðamenn Juventus og Manchester City.

Diario AS á Spáni segir að Ronaldo sé búinn að ná samkomulagi við Manchester City um kaup og kjör en enska félagið eigi eftir að ná samkomulagi við Juventus.

Talað er um að Juventus fari fram á að fá milli 25-30 milljónir evra fyrir Ronaldo sem er 36 ára.

Fabrizio Romano segir að Juventus vonist til þess að samkomulag náist sem fyrst en skýrt sé að vilji Ronaldo sé að fara frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner