Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
   lau 26. ágúst 2023 17:24
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Fúsi: Við lögðum hart að okkur
Lengjudeildin
Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis
Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknir heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæinn fyrr í dag og ætluðu sér að styrkja stöðu sína í fimmta sætinu. Þeir gerðu það og fóru heim með þrjú stig eftir 0-2 sigur.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Leiknir R.

Gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu“ sagði Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis, eftir leik. 

Ótrúlega vinnusamir strákarnir, við löðgum hart að okkur sérstaklega varnarlega. Varnarlínan mín voru ótrúlega góðir að verja teiginn okkar, skalla boltana frá og við skorum tvö fín mörk. Við hefðum getað skorað fleiri en bara gríðarlega ánægður með þessi þrú stig“ hélt hann svo áfram.

Aðspurður hvort að leikur síns liðs hafi verið eftir upplegginu segir hann:

Ég get ekki sagt það en við vorum búnir að kortleggja veikleika hjá Aftureldingu og við náðum að nýta þá strax í byrjun leiks. Við skorum mjög snemma og oft verða leikir flóknir þegar maður skorar snemma. Afturelding heldur mjög vel í boltann, stýra leikjunum og oft erfitt að ná boltanum af þeim. Við leiðréttum aðeins varnarleikinn í hálfleik og komum inn í seinni hálfleik og skorum strax aftur og það kemur okkur í aðeins þægilegri stöðu.

Viðtalið við Fúsa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner