Leiknir heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæinn fyrr í dag og ætluðu sér að styrkja stöðu sína í fimmta sætinu. Þeir gerðu það og fóru heim með þrjú stig eftir 0-2 sigur.
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 2 Leiknir R.
„Gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu“ sagði Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis, eftir leik.
„Ótrúlega vinnusamir strákarnir, við löðgum hart að okkur sérstaklega varnarlega. Varnarlínan mín voru ótrúlega góðir að verja teiginn okkar, skalla boltana frá og við skorum tvö fín mörk. Við hefðum getað skorað fleiri en bara gríðarlega ánægður með þessi þrú stig“ hélt hann svo áfram.
Aðspurður hvort að leikur síns liðs hafi verið eftir upplegginu segir hann:
„Ég get ekki sagt það en við vorum búnir að kortleggja veikleika hjá Aftureldingu og við náðum að nýta þá strax í byrjun leiks. Við skorum mjög snemma og oft verða leikir flóknir þegar maður skorar snemma. Afturelding heldur mjög vel í boltann, stýra leikjunum og oft erfitt að ná boltanum af þeim. Við leiðréttum aðeins varnarleikinn í hálfleik og komum inn í seinni hálfleik og skorum strax aftur og það kemur okkur í aðeins þægilegri stöðu.“
Viðtalið við Fúsa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.























