Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. september 2020 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid lenti í vandræðum en náði í sigur
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid.
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid lenti í vandræðum gegn Real Betis á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en náði á endanum að knýja fram sigur.

Federico Valverde kom Madrídingum yfir á 14. mínútu, en Betis svaraði því vel þegar leið á fyrri hálfleikinn. Aissa Mandi jafnaði og William Carvalho sá til þess að heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik.

Zinedine Zidane fór vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. Emerson, bakvörður Betis, mun væntanlega ekki eiga auðvelt með svefn í kvöld þegar hann skoraði sjálfsmark í byrjun seinni hálfleiks og fékk svo að líta rauða spjaldið um miðbik síðari hálfleiks.

Eftir rúmar 80 mínútur fengu gestirnir frá höfuðborginni vítaspyrnu sem Sergio Ramos, fyrirliði Real, skoraði auðvitað úr. Það reyndist sigurmarkið.

Real er með fjögur stig eftir fjóra leiki, en Betis er með sex stig eftir þrjá leiki spilaða.

Real Sociedad, sem gerði markalaust jafntefli við Real í fyrsta leik, vann öruggan 3-0 sigur Elche í kvöld og var Adnan Januzaj, fyrrum leikmaður Manchester United, á meðal markaskorara.

Betis 2 - 3 Real Madrid
0-1 Federico Valverde ('14 )
1-1 Aissa Mandi ('35 )
2-1 William Carvalho ('37 )
2-2 Emerson ('48 , sjálfsmark)
2-3 Sergio Ramos ('82 , víti)
Rautt spjald: Emerson, Betis ('67)

Elche 0 - 3 Real Sociedad
0-1 Cristian Portu ('55 )
0-2 Adnan Januzaj ('77 , víti)
0-3 Roberto Lopez ('90 )

Önnur úrslit:
Spánn: Jafnt í Valencia og Baskalandi
Athugasemdir
banner
banner