Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 26. september 2021 18:39
Brynjar Ingi Erluson
600. sigur Arsenal í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Sigur Arsenal á Tottenham í Lundúnarslagnum í ensku úrvalsdeildinni var merkilegur fyrir heimamenn en þetta var 600. sigur liðsins í deildinni frá því hún var sett á laggirnar árið 1992.

Emile Smith-Rowe, Pierre Emerick Aubameyng og Bukayo Saka skoruðu mörk Arsenal í leiknum áður en Heung-Min Son skoraði sárabótarmark tíu mínútum fyrir leikslok.

Þetta var sögulegur sigur Arsenal er nú komið með 600 sigra í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins Manchester United hefur unnið fleiri eða 691 leik á meðan Chelsea hefur unnið 601 leik.

Arsenal vann 476 leiki í deildinni undir stjórn Arsene Wenger en hann vann deildina þrisvar með liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner