Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. september 2022 12:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Edwards látinn fara eftir ellefu leiki hjá Watford (Staðfest)
Rob Edwards.
Rob Edwards.
Mynd: Getty Images
Watford hefur rekið þjálfann Rob Edwards úr starfi en þetta tilkynnti félagið fyrir stuttu.

Watford er mikið fyrir það að reka og ráða stjóra, en félagið er núna að fara að ráða sinn 17. stjóra síðan í apríl 2017.

Edwards tók við stjórn liðsins fyrir um fjórum mánuðum síðan - eftir að síðasta tímabili lauk. Edwards er 39 ára og er fyrrum varnarmaður Wolves og velska landsliðsins. Hann tók við Forest Green á síðasta ári og stýrði liðinu til sigurs í ensku D-deildinni. Þar áður þjálfaði hann U16 landslið Englands.

Hann stýrði Watford bara í ellefu leikjum en Watford situr þessa stundina í tíunda sæti Championship-deildarinnar.

Slaven Bilic, fyrrum þjálfari króatíska landsliðsins, West Ham og West Brom er að taka við liðinu en hann er með reynslu af því að stýra liði upp úr þessari deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner