Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 26. september 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ánægður með að eigandinn mæti í klefann eftir leiki
Behdad Eghbali og Todd Boehly, eigendur Chelsea.
Behdad Eghbali og Todd Boehly, eigendur Chelsea.
Mynd: Getty Images
Behdad Eghbali, meðeigandi Chelsea, fór inn í búningsklefa til leikmanna beint eftir 1-0 tapið gegn Aston Villa á sunnudag. Fjallað hefur verið um málið í enskum fjölmiðlum en Mauricio Pochettino stjóri Chelsea segist ánægður með að hann hafi mæt í klefann.

„Ég er ánægður með það þegar eigandinn kemur í klefann. Líka þegar ég var hjá Espanyol, Southampton, Tottenham og Paris St-Germain. Ég tel það jákvætt að hann mæti í klefann," segir Pochettino.

„Það sem mestu máli skiptir er hvernig samskipti þeirra eru við leikmenn. Ef þau eru jákvæð og hvetjandi þá eru þeir velkomnir. Eftir leikinn á sunnudag komu þeir og voru með okkur, eins og venjulega. Þeir gerðu það líka eftir hina leikina."

„Ég lít ekki neikvæðum augum á þetta. Ef þeir eru í samskiptum við okkur þjálfarateymið og heilsa upp á leikmenn. Það væri kannski öðruvísi ef þeir kæmu til að halda ræður eða eitthvað á þá leið."

„Eins og þeir hegða sér þá eru þeir alltaf velkomnir. Þeir eiga félagið og mega gera það sem þeir vilja. Það er ánægjulegt að þeir eyði smá tíma með okkur. Þeir eru með okkur þegar við vinnum en líka þegar við töpum, þeir þjást með okkur."

Chelsea hefur farið illa af stað á tímabilinu og er í fjórtánda sæti.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner
banner