Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   þri 26. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno er farinn frá Chelsea
Mynd: Getty Images

Spánverjinn Bruno Saltor er hættur störfum hjá Chelsea eftir að hafa verið ráðinn til félagsins með komu Graham Potter til félagsins fyrir ári síðan.


Þegar Potter var rekinn hélt Bruno starfi sínu og stýrði Chelsea sem bráðabirgðastjóri í markalausu jafntefli gegn Liverpool á síðustu leiktíð, áður en Frank Lampard var ráðinn á skammtímasamningi sem gilti út tímabilið.

Bruno hefur starfað sem partur af þjálfarateymi Chelsea undir stjórn Mauricio Pochettino frá því að Argentínumaðurinn tók við í sumar, en nú skilja leiðir.

Bruno lék meðal annars fyrir Valencia og Brighton á ferli sínum sem leikmaður, en hann lauk atvinnumannaferlinum hjá Brighton eftir 235 leiki fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner