Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. október 2020 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Ísak og Kolbeinn gerðu jafntefli
Orðrómur í Svíþjóð segir að Liverpool hafi sent njósnara til að fylgjast með Ísaki.
Orðrómur í Svíþjóð segir að Liverpool hafi sent njósnara til að fylgjast með Ísaki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norrköping 2 - 2 AIK
0-1 Henok Goitom ('26)
1-1 Jonathan Levi ('46)
2-1 Henrik Castegren ('50)
2-2 Sebastian Larsson ('87, víti)

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn er Norrköping gerði jafntefli við AIK í dag. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðasta hálftímann í liði AIK.

Norrköping stöðvaði þar með sigurgöngu AIK sem var búið að vinna fjóra deildarleiki í röð eftir hörmulegan fyrri hluta tímabils.

Leikurinn í dag var fjörugur þar sem bæði lið fengu góð færi en það voru gestirnir sem fóru með óverðskuldaða forystu inn í leikhlé.

Heimamenn í Norrköping mættu inn í seinni hálfleikinn af krafti og sneru Jonathan Levi og Henrik Castegren stöðunni við með mörkum á fyrstu fimm mínútunum.

Norrköping hélt forystunni allt þar til í lokin þegar Sebastian Larsson, sem á rétt tæplega 300 leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni, jafnaði með marki úr vítaspyrnu.

Norrköping er í öðru sæti eftir jafnteflið og í harðri fimm liða baráttu um síðustu Evrópusætin. AIK er níu stigum frá Evrópu en á leik til góða.

Aðeins fimm umferðir eru eftir af sænska deildartímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner