Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. október 2021 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: AC Milan á toppnum - Íslendingalið Venezia tapaði
Giroud var hetja Milan.
Giroud var hetja Milan.
Mynd: EPA
AC Milan er áfram taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni. Stórliðið hefur farið mjög vel af stað á þessu tímabili.

Í dag tók Milan á móti Torino á San Siro. Þar kom Olivier Giroud heimamönnum yfir eftir 14 mínútna leik. Það reyndist bara eina mark leiksins.

Lokatölur 1-0 og er Milan á toppnum núna með 28 stig. Napoli er þremur stigum á eftir með leik til góða.

Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru báðir ónotaðir varamenn er Venezia tapaði gegn Salernitana á heimavelli. Þetta var leikur sem Venezia hefði þurft að vinna. Salernitana kom sér af botninum með sigrinum og er núna í 19. sæti. Venezia er með einu stigi meira og er í 16. sæti.

Þá skildu Spezia og Genoa jöfn, 1-1. Genoa er í 18. sæti og Spezia í 17. sætinu.

Milan 1 - 0 Torino
1-0 Olivier Giroud ('14 )

Spezia 1 - 1 Genoa
1-0 Salvatore Sirigu ('66 , sjálfsmark)
1-1 Domenico Criscito ('86 , víti)

Venezia 1 - 2 Salernitana
1-0 Mattia Aramu ('14 )
1-1 Federico Bonazzoli ('61 )
1-2 Andrea Schiavone ('90 )
Rautt spjald: Ethan Ampadu, Venezia ('67)
Athugasemdir
banner