þri 26. október 2021 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög klókt að gefa Cecilíu fyrsta keppnisleikinn í kvöld
Icelandair
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin 18 ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir spilar í dag sinn fyrsta keppnisleik fyrir A-landslið kvenna.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Kýpur

Hún er í markinu hjá íslenska liðinu sem er að spila við Kýpur í undankeppni HM. Þetta á að vera skyldusigur fyrir Ísland.

Cecilía er mjög efnileg. Hún er á mála hjá Örebro í Svíþjóð en fer til Everton á Englandi að loknu tímabilinu í Svíþjóð.

Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslandsmeistara Vals, byrjaði síðasta leik á móti Tékklandi og var mjög góð. Rætt var um það á RÚV hvort Sandra væri ekki svekkt að fá ekki að byrja þennan leik í kvöld.

„Auðvitað er hún fúl að byrja ekki þennan leik, en ég held að hún skilji það samt alveg. Ef hún lítur til baka, þá hefði hún örugglega viljað fá svona leik. Ég efast ekki um að hún styðji við bakið á Cecilíu," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, liðsfélagi Söndru hjá Val, og bætti við:

„Mér finnst þetta klókt hjá Steina og teyminu að byrja með Cecilíu. Hver mínútna inn á Laugardalsvelli í landsliðstreyju skiptir máli. Sandra er mikið eldri heldur en aðrir markverðir í hópnum. Hún er ekki að fara að spila í tíu ár í viðbót. Það er klókt að byrja með Cecilíu í dag."

Cecilía, sem er mjög hávaxin og öflugur markvörður, er að spila sinn fjórða A-landsleik. Hinir þrír leikirnir hafa verið vináttulandsleikir - í kvöld er fyrsti keppnisleikurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner