Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. nóvember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Lingard les ekkert á netinu
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, segist loka á gagnrýnisraddir með því að lesa hvorki fjölmiðla né samfélagsmiðla.

Lingard hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína undanfarna mánuði og aðrir hafa gagnrýnt hann fyrir að vera á sama tíma að gefa út fatalínu sína 'JLingz'

„Fólk heldur að ég tengist þessu öllu en ég pakka ekki fötunum niður og sendi þau áfram!" sagði hinn 26 ára gamli Lingard.

„Það er mikið í gangi á samfélagsmiðlum og fólk segir ljóta hluti þar. Þú getur ekki hugsað um þá hluti."

„Ég les ekki þá hluti og ég les ekki blöðin. Þetta er ástæðan fyrir því að það er erfitt fyrir unga fótboltamenn að koma upp núna. Þeir eru háðir samfélagsmiðlum og því sem fólk segir um þá, þeir vita ekki hversu góðir leikmenn þeir eru. Ég les ekkert á netinu."

Athugasemdir
banner
banner