þri 26. nóvember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Ungur hópur Man Utd til Kasakstan - Butt fer með
Nicky Butt.
Nicky Butt.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ætlar að fara með ungan leikmannahóp til Kasakstan fyrir leikinn við Rúnar Má Sigurjónsson og félaga í Astana á fimmtudaginn.

Manchester United er nú þegar komið áfram í Evrópudeildinni og Solskjær ætlar að skilja lykilmenn eftir heima á Englandi.

Nicky Butt fer með Solskjær til Kasakstan en hann tók í sumar við nýju starfi hjá United þar sem hann er yfirmaður yfir ungum leikmönnum sem eru að koma upp í aðalliðið.

Kieron McKenna og Michael Carrick, sem eru í þjálfaraliði Solskjær, verða hins vegar ekki með í leiknum gegn Astana.

Þeir verða eftir heima í Manchester og sjá um æfingar og undirbúa leikmenn fyrir leikinn geng Aston Villa á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner