Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. nóvember 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Aukaæfingin - Ný leið fyrir börn til að æfa aukalega
Mynd: Aukaæfingin
Mynd: Aukaæfingin
Mynd: Aukaæfingin
Fyrr á þessu ári opnaði heimasíðan Aukaæfingin en þar er boðið upp á aukaæfingar fyrir unga iðkendur. Áskrifendur fá 4-8 æfingar mánaðarlega, viðtöl við afreksfólk, greinar eftir fagfólk og margt fleira.

Hingað til hafa yfir 150 börn prófað Aukaæfinguna úr 25 félögum víðsvegar um landið.

Hallgrímur Jónasson, Almarr Ormarsson og Sveinn Margeir Hauksson, leikmenn KA, eru mennirnir á bakvið Aukaæfinguna.

„Aukaæfingin er fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjarþjálfun/einstaklingsæfingum fyrir börn og unglinga í fótbolta.
Markmið Aukaæfingarinnar er að vekja áhuga ungra knattspyrnuiðkenda á því að æfa sig aukalega, skapa sér hollar lífsvenjur og að hafa gaman af íþróttinni,"
segir Hallgrímur um Aukaæfinguna.

„Við viljum veita iðkendum hjálparhönd við að ná markmiðum sínum og að gera fótboltadraum sinn að veruleika.
Aukaæfingin býr til æfingarnar og kemur þeim til iðkenda og foreldra í gegnum Sportabler forritið. Nú þegar notast sum félög á Íslandi við forritið en ef félag þess sem skráir sig notast ekki við Sportabler er það ekkert vandamál – Iðkandinn sækir það þá sjálfur sér að kostnaðarlausu."

„Það eina sem iðkendurnir þurfa er bolti, keilur (eða eitthvað í stað keilna), mark og veggur. Einstaka sinnum eru paraæfingar og þá er gaman að taka með sér vin eða fjölskuldumeðlim til að gera æfinguna með sér."


Getur verið góð samverustund foreldra og barna
Aukaæfingin er mest hugsuð fyrir börn í 5-3. flokki en æfingarnar geta þó auðveldlega nýst öllum aldurshópum.

„Æfingarnar eru hugsaðar fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9-15 ára en þrátt fyrir það geta þær líka höfðað til yngri og eldri iðkenda. Þetta æfingaform hentar breiðum hópi einstaklinga sem eru komnir mislangt í fótbolta. Bæði krökkum sem hafa mikinn metnað og vilja bæta sig sem og krökkum sem vilja bara hafa gaman að leika sér með bolta."

„Æfingarnar geta líka verið góð samverustund foreldra og barna að fara saman út á völl eða sparkvöll að leika sér með bolta. Geta þá foreldrarnir stuðst við planið frá okkur og hálpað börnunum með æfinguna,"
sagði Hallgrímur.

Æfðu aukalega til að ná langt
Hallgrímur er fyrrum landsliðsmaður en hann spilaði sjálfur lengi í atvinnumennsku erlendis og þekkir vel hvað þarf að leggja á sig til að ná langt í fótbolta.

„Það er gríðarlega mikilvægt að æfa sig aukalega fyrir utan æfingar félagsliðanna ef maður vill ná langt í fótbolta. Í öllum þeim viðtölum sem við höfum tekið við okkar landsliðsfólk, atvinnumenn/konur ásamt leikmönnum í Pepsi Max deildinni, segjast þau hafa æft sig aukalega meðvitað eða ómeðvitað þegar þau voru yngri og gera það enn. Flestum finnst það líka gríðarlega gaman og æfa einnig öðruvísi hluti en á æfingum hjá félagsliði sínu."

Það sem er í boði hjá Aukaæfingunni
Í hverjum mánuði fá áskrifendur Aukaæfingarinnar:
• 8 fótboltaæfingar (eða 4, mismunandi eftir pökkum)
• Trix sem þau geta tekið upp og átt möguleika á vinning
• Viðtöl við afreksfólk, landsliðsfólk og leikmenn i Pepsi Max deildinni
• Greinar eftir fagfólk um mikilvæga þætti fyrir fótboltastráka/stelpur. Dæmi um það er næring, svefn, einbeiting, frammistöðukvíði, teygjur og fleira
• Markmiðasetningu
• Samskipti við þjálfara

Nánar má lesa um Aukaæfinguna á www.aukaæfingin.is
Facebook: aukaæfingin
Instagram: aukaaefingin
Athugasemdir
banner
banner