Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. nóvember 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Rashford fær heiðursverðlaun frá BBC
Mynd af Rashforf á húsvegg í Manchester.
Mynd af Rashforf á húsvegg í Manchester.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, mun fá sérstök heiðursverðlaun frá breska ríkisútvarpinu BBC á 'Sports Personality of the Year' verðlaunaafhendingunni.

Rashford hefur unnið magnað starf í baráttunni fyrir því að fátæk börn fái ókeypis máltíðir í skólanum.

Hann hefur tvívegis fengið ríkisstjórn Boris Johnson til að breyta áætlunum sínum.

Rashford mun taka við heiðursverðlaununum þann 20. desember.

Rashford hefur verið duglegur við að gefa af sér til samfélagsins og nýlega stofnaði hann bókaklúbb til að hvetja ungt fólk til að lesa meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner