Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Maguire stoltur af 50. leiknum - „Vorum ekki alveg upp á okkar besta"
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, varnarmaður enska landsliðsins, var með bestu leikmönnum liðsins í markalausa jafnteflinu gegn Bandaríkjunum í B-riðli heimsmeistaramótsins í gær.

Maguire, sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir spilamennsku sína með Manchester United, virðist vera að finna sitt gamla form.

Hann hefur spilað vel á mótinu og ljóst að sjálfstraustið er að koma til baka en hann lék sinn 50. landsleik fyrir England í gær.

Maguire er ánægður með stigið gegn erfiðu liði.

„Ég er svo stoltur. Þetta er svo þýðingarmikið fyrir mig og er þetta stolt augnablik fyrir mig og fjölskyldu mína. Þetta er allt þökk sé mikilli vinnu og að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Maguire um 50. leikinn.

„Við vorum ekki alveg upp á okkar besta en tökum stigið og það setur okkur í góða stöðu í riðlinum. Þessir leikir á HM eru aldrei auðveldir og við vissum það fyrir leikinn að Bandaríkin eru með gott lið. Við höfum horft á ansi marga leiki með þeim. Þeir spila hratt og þurftum við heldur betur að hafa fyrir hutunum.“

„Við hefðum jafnvel getað stolið í þessu í leikin með nokkrum færum ef við hefðum sýnt meiri skilvirkni fyrir framan markið, en það voru alveg jákvæðir hlutir. Við tökum þá en svo þurfum við líka að bæta nokkra hluti,“
sagði Maguire í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner