Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   sun 26. nóvember 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Versti leikur tímabilsins
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Frammistaða Chelsea í 4-1 tapinu gegn Newcastle United var sú versta á tímabilinu en þetta sagði Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, eftir leikinn í gær.

Pochettino tók út leikbann og var því ekki á hliðarlínunni en hann var langt í frá sáttur við spilamennskuna.

„Þetta var versti leikur tímabilsins. Það var bara erfitt að vera upp í stúku en við getum ekki kvartað yfir úrslitunum. Við lásum ekki leikinn frá byrjun og spiluðum ekki eins og við eigum að spila. Það vantaði ákefð og orku. Eftir að við jöfnuðum í 1-1 þá fengum við tækifæri til að neyða þá til að leggjast djúpt aftur en við gerðum þetta bara auðvelt fyrir Newcastle. Það er ástæðan fyrir því að ég er ósáttur við frammistöðuna.“

„Þetta er ungt lið og þeir þurfa að lenda í þessari stöðu til að átta sig á hlutunum. Við munum fara á hótelið, æfa snemma á morgun og ekkert frí. Við getum ekki skellt skuldinni á leikmennina, heldur er það liðið sem heild. Við þurfum að skilja stigið sem við þurfum til að keppast við önnur lið og læra af þessu.“

„Það eru mörg atriði og annað sem byggir upp sjálfstraust og styrk. Við vitum hvað er í gangi og munum reyna að breyta dýnamíkinni,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner