Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   sun 26. nóvember 2023 10:19
Brynjar Ingi Erluson
Wolves reynir að fá Ramsdale - Stórlið á eftir efnilegasta leikmanni Milan
Powerade
Ramsdale á leið til Wolves?
Ramsdale á leið til Wolves?
Mynd: EPA
Tottenham íhugar að rifta við Hugo Lloris
Tottenham íhugar að rifta við Hugo Lloris
Mynd: EPA
15 ára gamall leikmaður Milan er eftirsóttur
15 ára gamall leikmaður Milan er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Fer Martial til Tyrklands?
Fer Martial til Tyrklands?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er klár og er nóg af bitastæðum molum að þessu sinni.

Wolves vill fá Aaron Ramsdale (27), markvörð Arsenal, á láni frá Arsenal í janúar og gera skiptin síðan varanleg næsta sumar. (Star)

Steve Cooper, stjóri Nottingham Forest, situr í heitu sæti og er sagt að Evangelos Marinakis, eigandi félagsins, sé afar ósáttur með úrslitin í undanförnum leikjum. (Mail)

Tottenham hefur áhuga á Morato (22), varnarmanni Benfica, en portúgalska félagið vill helst ekki láta hann frá sér í janúarglugganum. (Record)

Eyðsla Newcastle í janúar veltur allt á því hvort félagið geti lækkað laun Sandro Tonali tímabundið á meðan hann tekur út tíu mánaða leikbann eftir að hafa brotið veðmálareglur. (Telegraph)

Raphael Varane (30), varnarmaður Manchester United, hefur ekki gefið vísbendingar um það að hann vilji fara frá félaginu. (Athletic)

Arsenal hefur engan áhuga á Ruben Neves (25), miðjumanni Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Douglas Luiz hjá Aston Villa er þeirra helsta skotmark. (Fabrizio Romano)

Fulham er leitast eftir því að selja Rodrigo Muniz (22) og er Atletico Mineiro afar áhugasamt um að fá Brasilíumanninn aftur heim. Það gefur greiða leið fyrir Fulham til að fá Timo Werner (27) á láni frá Leipzig. (Mirror)

Tottenham er reiðubúið að rifta samningi við Hugo Lloris (36), markvörð félagsins, sem er ekki í myndinni hjá félaginu. (Football Insider)

Real Madrid, Paris Saint-Germain og Manchester City eru öll að fylgjast með Claudio Echeverri, 17 ára gömlu leikmanni River Plate. (Sport)

Chelsea, Liverpool og Manchester City hafa þá áhuga á Francesco Camarda (15), leikmanni Milan, en hann varð í gær yngsti leikmaðurinn til að spila í Seríu A. (90min)

Fenerbache er áhugasamt um Anthony Martial (27), framherja Manchester United og mun félagið ræða við United þegar liðið ferðast til Istanbúl og spilar við Galatasaray í Meistaradeildinni. (Fotomac)

Real Madrid hefur hafnað tækifærinu að fá Mauro Icardi (30) frá Galatasaray í janúar. (Athletic)

Bayern München og Tottenham ætla ekki að reyna við Trevoh Chalobah (24), varnarmann Chelsea, í janúar. (Mirror)

Manchester United, Newcastle og Chelsea munu heyja baráttu um Cruz Allen (16), leikmann Derby. (Sun)

Arsenal ætlar ekki að eyða háum fjárhæðum í að fá nýjan framherja í janúar. Áhugi Arsenal á Ivan Toney (27), framherja Brentford fer minnkandi. (Telegraph)

Wolves hefur sett 60 milljóna punda verðmiða á portúgalska vængmanninn Pedro Neto. Arsenal hefur mikinn áhuga á leikmanninum. (Football London)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner