Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   mið 26. nóvember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
María Björg aftur í Fylki (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fylkir
María Björg Fjölnisdóttir hefur skrifað undir samning við Fylki út árið 2026.

Hún er uppalin í Breiðabliki en steig sín fyrstu skref í meistaraflokki árið 2015 með Augnablik. Hún spilaði með Fylki frá 2018-2022 en hún kemur aftur til liðsins frá FHL þar sem hún kom við sögu í 13 leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar.

Hún kemur til með að spila með Fylki í 2. deild en liðið stefnir á að komast upp í Lengjudeildina aftur eftir að liðið féll síðasta sumar.

„Við bjóðum Maríu innilega velkomna aftur til félagsins og bindum miklar vonir við að kraftar hennar nýtist liðinu á komandi tímabili, þar sem markmiðið er að komast aftur í Lengjudeildina," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner