Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 27. janúar 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir markið hjá Oxlade-Chamberlain ólöglegt - „Þetta er alltaf rangstaða"
Alex Oxlade-Chamberlain skorar markið umtalaða
Alex Oxlade-Chamberlain skorar markið umtalaða
Mynd: Getty Images
Diogo Jota fiskaði víti gegn Palace
Diogo Jota fiskaði víti gegn Palace
Mynd: EPA
Markið sem Alex Oxlade-Chamberlain skoraði í 3-1 sigrinum gegn Crystal Palace var ólöglegt en þetta sagði Magnús Þór Jónsson, stuðningsmaður Liverpool í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn.

Oxlade-Chamberlain tvöfaldaði forystu Liverpool á 32. mínútu eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson. Roberto Firmino var rangstæður þegar fyrirgjöfin kemur og reynir að ná til knattarins áður en boltinn barst á Oxlade-Chamberlain sem skoraði.

Magnús segir markið kolólöglegt þar sem Firmino reyndi klárlega að ná til boltans og hafði því áhrif á sóknina.

„Þegar Liverpool skorar mark númer tvö á 32. mínútu sem var btw alveg klárlega ólöglegt. Ég hlustaði á Carragher í lýsingu og hálfleik og að þeir hafi ekki tékkað á þessu mómenti," sagði Magnús.

„Það er gjörsamlega galið og lýsir því að þeir eru ekki komnir með VAR á réttan stað. Alveg klárlega og gerir sterkt tilkall til boltans, missir hann yfir sig og varnarmaður stígur inn í hann. Þetta er alltaf rangstaða þetta mark en Liverpool var þarna búið að eiga tíu skot á markið."

Undir lok leiks fékk Liverpool víti sem hefur verið mikið í umræðunni. Diogo Jota fellur í teignum eftir viðskipti sín við Vincent Guaita. Jota leitaði að snertingunni en var búinn að spyrna boltanum fram fyrir sig og átti lítinn möguleika á að ná honum en Magnús segir að það verði að vera meiri stöðugleiki í dómgæslunni.

„Jújú, þú getur alveg dæmt á þetta víti, en þá skaltu fara að dæma á Diogo á móti Tottenham og Ederson á móti Newcastle. Það var fyndið að sjá Diogo rétta upp hendina en það var enginn að pæla í þessu. Svo er talað um VAR að það þurfti að skoða þetta sautján sinnum til að sjá „clear and present error". Fjandinn hafi það þú þarft ekki sautján endursýningar til að sjá það."

Enski boltinn er í boði Domino's (fyrir alla) og White Fox (fyir 18 ára og eldri).
Enski boltinn - Átti markið að standa?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner