Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   fös 27. janúar 2023 22:54
Ívan Guðjón Baldursson
Ake: Aldrei áður skorað með hægri
Mynd: EPA

Nathan Ake gerði eina mark leiksins er Manchester City sló Arsenal úr leik í 32-liða úrslitum enska bikarsins.


Hinn örvfætti Ake lagði boltann í netið með hægri fætinum og var kátur að leikslokum.

„Við áttum skilið að sigra þennan leik, fyrri hálfleikurinn var erfiður en við vorum betri aðilinn í síðari hálfleik. Þeir pressuðu mjög stíft í fyrri hálfleik sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði Ake. „Ég held ég hafi aldrei áður skorað með hægri.

„Við notuðum Erling (Haaland) ekki nóg en við náðum í mikilvægan sigur gegn topp andstæðingum í erfiðri leikjatörn. Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust fyrir næstu leiki.

„Þetta var mikill baráttusigur, við þurftum að sýna þrautseigju til að sigra þennan leik."


Athugasemdir
banner