Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 27. febrúar 2020 22:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stærsti heimasigur Man Utd í rúm átta ár
Mynd: Getty Images
Manchester United valtaði í kvöld yfir Club Brugge í seinni viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Staðan var 1-1 eftir fyrri leikinn en hún var orðin 4-1 eftir fyrri hálfleikinn. Fred bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og sigurinn 5-0.

5-0 er stærsta heimasigur United frá því að Sir Alex Ferguson var við stjórnvölinn. Liðið hafði ekki unnið fimm marka heimasigur frá árinu 2011 þegar Wigan varð fyrir barðinu á hakkavélinni.

Rúm átta ár eru frá þessum sigri gegn Wigan en hann kom í desember 2011.
Athugasemdir
banner
banner