lau 27. febrúar 2021 14:38
Victor Pálsson
Arnar Már sneri aftur á völlinn fyrir ÍA
Mynd: Raggi Óla
Arnar Már Guðjónsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍA í dag í heil tvö ár er leikið var við Þrótt Vogum í æfingaleik.

Arnar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir ÍA árið 2004 og var fastamaður í liðinu alveg frá 2010 til ársins 2019.

Í júlí árið 2019 sleit Arnar krossband og var lengi frá vegna meiðsla. Hann var lánaður til vinafélagsins Kára á Akranesi í fyrra.

Það eru gleðifréttir fyrir ÍA að Arnar sé nú að komast af stað en það styttist í að Pepsi-deild karla fari í gang á ný.

Arnar lék síðast 13 leiki fyrir ÍA í Pepsi-Max deildinni árið 2019 og skoraði í þeim eitt mark.

Arnar er fæddur árið 1987 og hefur samtals leikið 252 leiki í meistaraflokki og skorað 45 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner