Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. febrúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Tillögurnar felldar - Óbreytt fyrirkomulag í efstu deild (Staðfest)
Mótafyrirkomulag Pepsi Max-deildarinnar helst óbreytt.
Mótafyrirkomulag Pepsi Max-deildarinnar helst óbreytt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær tillögur sem lagðar voru fyrir ársþing KSÍ um breytingar á mótafyrirkomulagi efstu deildar karla voru felldar. Fyrirkomulagið verður því óbreytt.

Fylkir og ÍA drógu tillögur sínar til baka og því var kosið um tvær tillögur, önnur þeirra var frá Fram og hin frá starfshópi KSÍ.

Fram lagði til fjölgun í efstu deild upp í 14 lið en starfshópurinn lagði til að áfram yrðu 12 lið en eftir tvöfalda umferð yrði deildin tvískipt þar sem sex efstu liðin myndu mætast og sex neðstu.

Hvorug tillagan fékk nægjanlegt fylgi en 2/3 þurftu að kjósa með tillögu svo hún gæti verið samþykkt.

58% voru með tillögu Fram en 54% með tvískiptri deild. Það er ekki nægur stuðningur og tillögurnar því felldar.

Efsta deild verður því áfram með sama hætti, tólf liða deild þar sem leikin er tvöföld umferð.
Athugasemdir
banner
banner