Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. febrúar 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greenwood vill að rannsókninni á Bellingham verði hætt
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið fjallað um það að Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, gæti fengið allt að tíu leikja bann vegna rannsóknar sem er núna í gangi hjá spænska knattspyrnusambandinu.

Belligham er gert að sök að hafa kallað Greenwood „nauðgara" í leik Real Madrid og Getafe í spænsku úrvalsdeildinni fyrr í þessum mánuði.

Greenwood var handtekinn á síðasta ári eftir að kærasta hans, Harriet Robson, deildi myndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood. Hún deildi einnig hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til kynlífs.

Málið var látið niður falla í febrúar en hann átti þrátt fyrir það ekki afturkvæmt í hópinn hjá Manchester United og var því lánaður til Getafe á Spáni út þetta tímabil.

Það hefur verið fjallað um það í spænskum og enskum fjölmiðlum að Bellingham gæti fengið allt að tíu leikja bann ef hann verður dæmdur fyrir að móðga Greenwood alvarlega. Varalesarar hafa hjálpað við rannsókn málsins.

Núna segir götublaðið The Sun hins vegar frá því að Greenwood sjálfur vilji að málið verið látið falla niður og rannsókn verði hætt. Blaðið vitnar í ónefndan heimildarmann sem segir: „Mason hefur látið vita að hann vilji ekki að Jude fái refsingu. Hann hefur beðið um að málið verði látið falla niður."

„Hann var mjög reiður þegar þetta gerðist þar sem hann bjóst ekki við þessu frá Jude. En hann veit að hann verður alltaf skotmark og hann gerir sér grein fyrir því að hann þarf að vera með þykkan skráp."

Greenwood hefur skorað sjö mörk og lagt upp fimm á láni hjá Getafe á tímabilinu. Á sama tíma hefur Bellingham verið algjörlega magnaður á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid.
Athugasemdir
banner