Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   þri 27. febrúar 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt að það verði skrúðganga jafnvel þó titlarnir verða ekki fleiri
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Líklegt er að það verði skrúðganga hjá Liverpool eftir tímabilið jafnvel þó það vinnist ekki fleiri titlar á þessari leiktíð.

Telgraph segir frá en þar segir að Liverpool vilji kveðja Jurgen Klopp, stjóra liðsins, almennilega. Klopp er að hætta með Liverpool eftir tímabilið.

Liverpool vann deildabikarinn um liðna helgi en vanalega er það ekki nóg svo að félög skipuleggi skrúðgöngur en Liverpool er að íhuga það alvarlega þar sem Klopp er að hætta.

Klopp hefur stýrt Liverpool í níu ár og er hann algjör goðsögn hjá félaginu.

Það er enn möguleiki á fernu hjá Liverpool en liðið er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner