Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep vonast til að halda De Bruyne: Xabi kemur ekki á óvart
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City heimsækir Luton Town í enska bikarnum í kvöld og svaraði Pep Guardiola þjálfari spurningum á fréttamannafundi í gær.

Guardiola var meðal annars spurður út í belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne sem hefur verið orðaður við félagsskipti til Sádi-Arabíu.

„Þetta er eitthvað sem þið verðið að spyrja hann út í. Ég er mjög til í að hafa hann áfram hjá félaginu en ég veit ekki hvað hann vill gera. Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir en hef ekki fengið neinar staðfestingar. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað tilboð á borðinu eða hvort Sádi-Arabía sé á eftir honum. Ég vil halda honum en þetta er ákvörðun sem hann þarf að taka sjálfur," svaraði Guardiola.

Samningur De Bruyne við Man City rennur út sumarið 2025 og er hann því í góðri stöðu til að skipta um félag ef hann vill reyna fyrir sér á nýjum slóðum.

Guardiola var svo spurður út í Xabi Alonso, þjálfara Bayer Leverkusen sem er að gera stórkostlega hluti í þýska boltanum og í Evrópu. Alonso spilaði undir stjórn Guardiola hjá FC Bayern og hefur hann miklar mætur á þessum fyrrum lærisveini sínum.

„Xabi er að standa sig ótrúlega vel, hann er þjálfa eina liðið í Evrópu sem er ósigrað í öllum keppnum og hann er í titilbaráttu við Bayern München. Núna eru þeir á erfiðasta kafla tímabilsins, þar sem Þýskalandsmeistaratitillinn er þeirra að tapa. Allir halda að Leverkusen sé búið að vinna titilinn, en kappið er ekki búið fyrr en það er búið.

„Fyrir utan stórkostlegan árangur þá er leikstíll liðsins frábær. Þetta kemur mér hins vegar ekki á óvart. Ég er verulega heppinn að hafa fengið að þjálfa hann í tvö ár, hann var ótrúlega gáfaður leikmaður."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner