Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho fær ekki merkilega dóma
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Það hefur gengið heldur brösulega hjá Jadon Sancho eftir að hann sneri aftur til Borussia Dortmund í janúar á láni frá Manchester United. Hann hefur ekki fengið merkilega dóma fyrir frammistöðu sína í Þýskalandi.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, setti Sancho í frystikistuna eftir að hann gagnrýndi stjórann fyrir að velja sig ekki í hóp gegn Arsenal í byrjun tímabilsins.

Hann fékk að fara á láni til Dortmund í janúar en þar hefur hann ekki heillað með frammistöðu sinni. Hann lagði upp í fyrstu tveimur leikjum sínum en síðan þá hefur hann ekki komið að marki. Hann fékk afar vonda dóma nýverið er Dortmund tapaði 3-2 gegn Hoffenheim.

„Stuðningsmenn voru hæstánægðir þegar týndi sonurinn sneri aftur en þannig er það ekki lengur," segir í grein Der Westen um Sancho.

„Gegn Hoffenheim vonuðust stuðningsmennirnir til þess að Sancho myndi skora sitt fyrsta mark. En enn og aftur olli hann vonbrigðum. Hann skilaði slakri frammistöðu og var líklega versti leikmaður vallarins."
Athugasemdir
banner
banner
banner