Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 27. febrúar 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú deild í Evrópu sem er á hvað mestri uppleið
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er á sínu öðru tímabili með Fiorentina á Ítalíu. Hún gekk í raðir félagins sumarið 2022 og átti flott fyrsta tímabil með félaginu. Alexandra gekk í gegnum erfið meiðsli fyrr á þessu tímabili og segir hún það mikinn létti að vera núna komin til baka.

„Fyrsta tímabilið var mjög flott og ég átti gott tímabil persónulega. Ég lenti í erfiðum meiðslum í byrjun á tímabilinu núna og hef verið lengi að koma til baka. Það er nýr þjálfari og ég hef þurft að sýna honum hvað ég get. Ég hef sýnt það á þessu ári hvað í mér býr," sagði Alexandra við Fótbolta.net fyrr í þessari viku.

„Ég finn núna að ég er komin aftur í mitt gamla stand. Það er mikill léttir."

Hún segir ítölsku úrvalsdeildina vera að eflast en Fiorentina er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.

„Ekki spurning. Þetta er sú deild í Evrópu sem ég myndi segja að væri á mestri uppleið. Það er auðvitað enn munur á versta liðinu og besta liðinu en þetta er miklu jafnara en þetta var. Bestu liðin á Ítalíu, þetta eru hörkulið. Það er úrslitakeppni framundan þar sem við spilum bara við topp fimm liðin og það verða ógeðslega erfiðir leikir," sagði Alexandra en lífið á Ítalíu er gott.

„Lífið á Ítalíu er ekki slæmt. Það er aðeins betra veður þar núna. Maturinn er svo fínn."

Alexandra er hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Serbíu í mikilvægum leik klukkan 14:30 í dag. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Fótbolta.net en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Athugasemdir
banner
banner
banner