Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   þri 27. febrúar 2024 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Pochettino rekinn? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony
Powerade
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Man Utd er sagt tilbúið að selja Antony.
Man Utd er sagt tilbúið að selja Antony.
Mynd: Getty Images
Joao Palhinha er eftirsóttur.
Joao Palhinha er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City.
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City.
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðri dagsins á þessum ágæta þriðjudegi. Þetta er það helsta:

Framtíð Mauricio Pochettino hjá Chelsea er í óvissu eftir tap í úrslitaleik deildabikarsins og er Ruben Amorim, stjóri Sporting í Lissabon, kostur sem Lundúnafélagið er að skoða. (Mail)

Það er búist við því að Manchester United muni selja nokkra leikmenn í sumar og er kantmaðurinn Antony (24) á meðal þeirra sem félagið er tilbúið að selja. (MEN)

Chelsea vonast til að selja Trevoh Chalobah (24) og Armando Broja (22) í sumar en framtíð Conor Gallagher (24) og Marc Cucurella (25) er jafnframt í óvissu. (Telegraph)

Bayern München, Liverpool og Arsenal eru að berjast um Joao Palhinha (28), miðjumann Fulham. (Football Insider)

Kevin de Bruyne (32), miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, hefur meiri áhuga á því að fara í MLS-deildina í Norður-Ameríku en til Sádi-Arabíu. Það verður eitt ár eftir af samningi hans í sumar. (Athletic)

Zinedine Zidane er opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu en hann hefur verið orðaður við Juventus. (La Gazzetta dello Sport)

Aaron Ramsdale (25) vill ólmur yfirgefa Arsenal í sumar eftir að David Raya (28) tók af honum byrjunarliðsstöðuna hjá félaginu. (Football Insider)

Tottenham leiðir kapphlaupið um Jaden Philogene (22), kantmann Hull City. Hann lék áður með Aston Villa og getur Villa keypt hann fyrir ákveðna upphæð sem samið var um þegar hann var keyptur til Hull. (Teamtalk)

Kantmaðurinn Omari Forson (19) mun hugsanlega yfirgefa Manchester United í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. (Athletic)

Celtic er að horfa til Caoimhin Kelleher (25), varamarkvarðar Liverpool. (Football Insider)

Jean-Clair Todibo (24), varnarmaður Nice og franska landsliðsins, hefur mikinn áhuga á því að fara til Barcelona en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United. (90min)

Shinji Okazaki (37), sem varð Englandsmeistari með Leicester, er við það að hætta í fótbolta. (Mirror)

Burnley ætlar ekki að reka Vincent Kompany þó staða liðsins sé afar slæm í ensku úrvalsdeildinni. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner