Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórsarar aðeins á eftir frá því í fyrra - Mjög jákvæð tíðindi af Fannari
Lengjudeildin
Þjálfari Þórsara.
Þjálfari Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fannar Daði er öflugur þegar hann er á deginum sínum.
Fannar Daði er öflugur þegar hann er á deginum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Birkir hefur varið mark Þórs undanfarin ár.
Aron Birkir hefur varið mark Þórs undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn KA um helgina. Þó að leikurinn hafi tapast var Láki ánægður með kafla í leiknum, sagði margt gott í þessu en alltaf pirrandi að tapa.

Hann kom einnig inn á meiðli í hópnum, leikmannahópinn og jákvæð tíðindi varðandi Fannar Daða Malmquist.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Þór

„Það er ánægjulegt að það voru leikmenn að koma til baka eftir að hafa verið frá. Biggi (Birgir Ómar Hlynsson) var að spila sinn fyrsta leik í mjög langan tíma og Nikola (Kristinn Stojanovic) sinn annan leik. Sem betur fer eru ennþá sex vikur í mót fyrir okkur, erum að fá inn sterka leikmenn sem eru búnir að vera meiddir," sagði Láki.

Leikmenn eins og Ion, Ómar Castaldo og Valdimar Daði voru ekki í leikmannahópnum. Ómar mun berjast við Aron Birki Stefánsson um markmannsstöðuna í sumar.

„Þeir eru búnir að vera skipta þessu nokkurn veginn á milli sín. Ómar var með sýkingu í hnénu og var ekki í hóp. Við sjáum til, við eigum bikarleik á skírdag, fysti alvöru leikurinn. Það er góð samkeppni hvort sem það er markmannsstaðan eða aðrar stöður í liðinu."

Láki var spurður út í nýju leikmennina. „Mér finnst þeir hafa komið mjög vel inn. Við erum sáttir við hópinn eins og hann er, erum aðeins á eftir frá því í fyrra því við höfum verið í miklum meiðslum og fengið leikmenn seint inn. Ég er sáttur við hópinn, við erum ekki að fara sækja fleiri leikmenn. Við erum með Ion út á Spáni og Bjarna (Guðjón Brynjólfsson) með U19."

Láki heldur að Fannar Daði verði klár í fyrsta leik. Fannar meiddist illa í byrjun síðasta tímabils og eru það gleðitíðindi fyrir Þórsara og aðdáendur Lengjudeildarinnar að fá hann til baka.

Lokaspurningin á Láka var út í Bjarna sem á laugardaginn kom við sögu þegar U19 landsliðið vann Englendinga í millirðli fyrir EM.

„Geggjað. Þetta hefur örugglega verið góð stund eftir leik hjá þeim," sagði Láki. Hér að neðan má sjá breytingarnar á leikmannahópi Þórs frá því í fyrra.

Næsti leikur Þórs er gegn KF í Mjólkurbikarnum á skírdag (6. apríl.

Komnir
Akseli Kalermo frá Litháen
Kristján Atli Marteinsson frá Kórdrengjum
Marc Rochester Sörensen frá Öster
Ómar Castaldo Einarsson frá KV
Rafnar Máni Gunnarsson frá Völsungi
Valdimar Daði Sævarsson frá KV
Ýmir Már Geirsson frá KA

Farnir
Auðunn Ingi Valtýsson í D/R á láni
Ásgeir Marinó Baldvinsson í Þrótt V.
Elvar Baldvinsson í Vestra
Harley Willard í KA
Orri Sigurjónsson í Fram
„Skilaboð í hópinn að menn ætli ekki að bera ábyrgð"
Athugasemdir
banner
banner
banner