mán 27. maí 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Viktor Jóns með grímu er hann kom til baka
Viktor Jónsson.
Viktor Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Viktor Jónsson varð fyrir höfuðmeiðslum eftir að hafa lent í samstuði við leikmann Fylkis á lokasekúndum leiks ÍA gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í 2. umferðinni.

Viktor var fluttur með sjúkrabíl eftir leikinn og í ljós kom að Viktor kinnbeinsbrotnaði. Hann gekkst undir aðgerð degi síðar.

Talið var að Viktor yrði frá í rúmlega mánuð en hann sneri hinsvegar til baka á völlinn um helgina þegar hann kom inná sem varamaður í 2-0 sigri ÍA á Stjörnunni í gær. Hann var því frá í þrjár vikur.

Skagamenn eru á toppi deildarinnar með 16 stig að loknum sex umferðum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner