Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deschamps telur pening skipta öllu: Segir allt sem segja þarf
Deschamps tekur í spaðann á Erik Hamren, landsliðsþjálfara Íslands.
Deschamps tekur í spaðann á Erik Hamren, landsliðsþjálfara Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, er stuðningsmaður þess að keppni skuli hafa verið hætt í frönsku úrvalsdeildinni. Hann segir að aðrar deildir séu aðeins að hefjast af fjárhagslegum ástæðum.

Keppni var hætt í Frakklandi vegna kórónuveirufaraldursins og Paris Saint-Germain, toppliði deildarinnar, veittur meistaratitillinn. Í öðrum stórum deildum í Evrópu, eins og til dæmis í ensku úrvalsdeildinni og þeirri spænsku, þá er vonast til að hefja keppni aftur. Þá er keppni nú þegar hafin í Þýskalandi.

Deschamps telur að frönsk yfirvöld hafi tekið rétta ákvörðun, en í viðtali við Le Parisien segir hann: „Ég hef horft á Bundesliguna og það lítur klárlega út eins og fótbolti, en sumt finnst mér óskýrt. Ég sé leikmenn inn á vellinum í snertingu og í tæklingum, en í stúkunni eru varamenn með grímur og tveggja metra bil á milli manna. Ég skil það ekki. Er áhættan meiri í stúkunni?"

„Augljóslega eru ákvarðanir í sumum deildum teknar frá efnahagslegu sjónarmiði. Sjáið ákvarðanirnar á Spáni og Englandi. Þar er planið að byrja ensku úrvalsdeildina og La Liga aftur, en ekki kvennadeildirnar, þar sem tekjurnar eru minni. Það segir allt sem segja þarf."

Vonast er til þess að enska úrvalsdeildin og spænska úrvalsdeildin byrji aftur í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner