Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 27. maí 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Telegraph: Gerrard skoðar að fá Luis Suarez frítt
Mynd: Getty Images

Telegraph greinir frá því Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, sé að skoða að fá Luis Suarez til sín á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Atletico Madrid rennur út.


Suarez var samherji Gerrard og Coutinho hjá Liverpool og hefur Gerrard alltaf haft miklar mætur á sóknarmanninum.

Suarez er 35 ára gamall en skoraði þó 13 mörk í 45 leikjum með Atletico á leiktíðinni.

Þegar Suarez hefur verið spurður um næstu leiktíð segist hann vilja halda áfram að spila í Evrópu þrátt fyrir tilboð frá Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Hann telur sig enn geta spilað í hæsta gæðaflokki.

Aston Villa hefur gert fína hluti undir stjórn Steven Gerrard sem vinnur hörðum höndum að því að styrkja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð. Félagið er þegar búið að krækja í Philippe Coutinho og Boubacar Kamara á upphafsdögum sumargluggans og þá er Diego Carlos svo gott sem staðfestur.

Villa endaði í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig. Gerrard tók við liðinu af Dean Smith í nóvember.

Gerrard fékk Coutinho á lánssamningi í janúar og Lucas Digne var keyptur frá Everton fyrir 25 milljónir punda. Þá kom Robin Olsen á lánssamningi og Calum Chambers á frjálsri sölu.


Athugasemdir
banner
banner