Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. maí 2023 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Fagnaði úrvalsdeildarsætinu á spítala - „Tom er í lagi!“
Tom Lockyer var í skýjunum eins og sjá má á þessari mynd
Tom Lockyer var í skýjunum eins og sjá má á þessari mynd
Mynd: Twitter/Steve Lockyer
Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, gat ekki fagnað með liðsfélögum sínum er liðið kom sér upp í ensku úrvalsdeildina á Wembley í dag.

Lockyer hneig til jarðar snemma leiks og var fluttur með hraði á spítala í grenndinni.

Luton greindi frá því á samfélagsmiðlum að Lockyer væri með meðvitund og að fjölskyldan væri með honum á sjúkrahúsi.

Lockyer var í góðum gír þegar liðið vann vítaspyrnukeppnina gegn Coventry en Steve Lockyer, faðir Tom, birti skemmtilega mynd af Tom og fjölskyldunni þegar úrvalsdeildarsætið var tryggt.

„Faðir Tom hérna. Hann er í góðu lagi. Hann er rosalega ánægður en leiður á sama tíma að geta ekki verið þarna með liðsfélögunum. Hérna er augnablikið,“ sagði faðir hans áður en hann birti myndina.


Athugasemdir
banner
banner