Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. júní 2019 09:30
Elvar Geir Magnússon
Sepp van den Berg til Liverpool (Staðfest)
Sepp van den Berg.
Sepp van den Berg.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur fengið hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg frá PEC Zwolle. Þessi sautján ára miðvörður var eftirsóttur en Ajax og Bayern München höfðu áhuga á honum.

Evrópumeistarar Liverpool unnu hinsvegar kapphlaupið um strákinn. Hann er keyptur sem hæfileikaríkur leikmaður sem áætlað er að þróist í aðalliðsleikmann undir stjórn Jurgen Klopp.

„Tilfinningin er ólýsanleg. Í mínum augum er þetta stærsta félag í heimi og þetta er draumur að rætast. Ég er spenntur. Ég hef séð hvernig leikmenn hafa þróast úr akademíunni yfir í aðalliðið hérna. Það er magnað þegar svona stórt félag nær þessu," segir Van den Berg.

„Jurgen Klopp er frábær gaur og er ein af ástæðum velgengninnar. Hann er ein af ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég tel að þetta sé besti staðurinn fyrir mig til að þróast og vonandi mun ég spila fullt af leikjum hérna."

Van den Berg lék fimmtán leiki í efstu deild Hollands á síðasta stímabili en Zwolle hafnaði í 13. sæti. Þá spilar hann fyrir hollenska U19 landsliðið.



Athugasemdir
banner
banner
banner