Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. júlí 2021 18:37
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd nær samkomulagi við Real Madrid (Staðfest)
Varane hefur skorað fimm landsliðsmörk fyrir Frakkland.
Varane hefur skorað fimm landsliðsmörk fyrir Frakkland.
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að staðfesta að samkomulag hafi náðst við Real Madrid um kaupverð á Frakkanum Raphaël Varane.

Varane er talinn meðal bestu miðvarða heims og hefur myndað gríðarlega öflugt miðvarðapar með Sergio Ramos hjá Real Madrid undanfarin ár. Hann hefur unnið spænsku deildina þrisvar sinnum, Meistaradeildina fjórum sinnum og svo varð hann heimsmeistari með Frökkum 2018.

Nú eru þó breyttir tímar í Madríd og hefur Varane ákveðið að halda á ný mið. Stuðningsmenn Man Utd geta verið ánægðir með félagið sitt sem landaði einnig Jadon Sancho á dögunum.

Varane er 28 ára gamall og hefur verið hjá Real Madrid síðustu tíu ár. Hann á 360 leiki að baki fyrir Real auk 79 landsleikja.

Kaupverðið er óuppgefið en talið nema um 41 milljónum punda. Varane átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Real.
Athugasemdir
banner
banner
banner