þri 27. júlí 2021 12:00
Innkastið
„Stubbur hættir ekki að koma manni á óvart"
Steinþór Már Auðunsson, Stubbur.
Steinþór Már Auðunsson, Stubbur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stubbur markvörður KA, Steinþór Már Auðunsson, heldur áfram að standa sig gríðarlega vel í Pepsi Max-deildinni en hann var valinn maður leiksins í 1-0 útisigri KA gegn Leikni á sunnudaginn.

„Stubbur er vanmetinn markmaður. Á þessi þrjú stig í Breiðholtinu skuldlaust," skrifaði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, á Twitter.

Fjallað var um frammistöðu Stubbs í Innkastinu.

„Leiknismenn fóru illa að ráði sínu einir á móti Stubbi tvisvar í fyrri hálfleik, í bæði skiptin varði Stubbur. Hann var frábær í þessum leik og varði einn gegn einum bæði gegn Sævari Atla og Bjarka," segir Elvar Geir Magnússon.

Gunnar Birgisson er mjög hrifinn af frammistöðu Stubbs í sumar, hann var varamarkvörður fyrir tímabilið en kom svo inn þegar Kristijan Jajalo meiddist.

„Allt kredit á Stubb sem hættir ekki að koma manni á óvart. Það að svona gæi geti komið inn og náð í stig fyrir lið í efri hluta deildarinnar er nokkuð rómantísk saga."

„Það er mikið traust á milli. Varnarmennirnir treysta honum mikið. Ég fylgdist með leiknum gegn HK á Greifavellinum í bóngó blíðu fyrir norðan. Ég var þarna við mark KA í fyrri hálfleik og sá að hann er mikill leiðtogi inni á vellinum, hann lætur vel í sér heyra," segir Gunnar og Elvar bætir við:

„Þegar háir boltar koma inn í teiginn er það eins og að drekka vatn fyrir hann að hirða þessa bolta."
Innkastið - KR lék sér að bráðinni og ótrúleg úrslit suður með sjó
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner