Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. júlí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Þreytir Guðjón Pétur frumraun sína gegn Þór?
Grindavík spilar við Þór
Grindavík spilar við Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oumar Diouck og félagar í NJarðvík mæta Víkingi Ó. í 2. deild
Oumar Diouck og félagar í NJarðvík mæta Víkingi Ó. í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þrír leikir eru á dagskrá í Lengjudeild karla í kvöld en Grindavík spilar við Þór á Grindavíkurvelli þar sem Guðjón Pétur Lýðsson gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir heimamenn.

Guðjón Pétur gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV undir lok gluggans í gær en hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir liðið er Þórsarar mæta í heimsókn klukkan 18:00.

Oliver Haurits er þá löglegur með HK sem mætir Gróttu en hann kom til félagsins frá Stjörnunni í gær. Vestri spilar þá við Þrótt V. klukkan 20:00 í lokaleik dagsins.

Heil umferð er í 2. deild karla. Njarðvík hefur verið á góðu róli og færist liðið nær Lengjudeildinni en liðið mætir Víkingi Ó. á Rafholtsvellinum. Ægir, sem er í öðru sæti, mætir Reyni Sandgerði.

Leikir dagsins:

Lengjudeild karla
18:00 Grindavík-Þór (Grindavíkurvöllur)
19:15 HK-Grótta (Kórinn)
20:00 Vestri-Þróttur V. (Olísvöllurinn)

Lengjudeild kvenna
19:15 Augnablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
19:15 FH-Fjarðab/Höttur/Leiknir (Kaplakrikavöllur)
19:15 Fylkir-Haukar (Würth völlurinn)

2. deild karla
18:00 KF-Haukar (Ólafsfjarðarvöllur)
19:15 ÍR-Þróttur R. (ÍR-völlur)
19:15 Ægir-Reynir S. (Þorlákshafnarvöllur)
19:15 Njarðvík-Víkingur Ó. (Rafholtsvöllurinn)
19:15 Höttur/Huginn-Magni (Vilhjálmsvöllur)
19:15 Völsungur-KFA (PCC völlurinn Húsavík)

3. deild karla
16:00 Sindri-KFS (Sindravellir)
19:15 ÍH-Dalvík/Reynir (Skessan)
19:15 Vængir Júpiters-Elliði (Fjölnisvöllur - Gervigras)
19:15 KH-KFG (Valsvöllur)
19:15 Víðir-Augnablik (Nesfisk-völlurinn)
19:15 Kári-Kormákur/Hvöt (Akraneshöllin)

4. deild karla - D-riðill
20:00 Smári-Ýmir (Fagrilundur - gervigras)
20:00 KFR-GG (SS-völlurinn)
20:00 Álafoss-Hamar (Tungubakkavöllur)

4. deild karla - E-riðill
19:30 Hamrarnir-Samherjar (KA-völlur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner