Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   lau 27. júlí 2024 12:33
Brynjar Ingi Erluson
Tugir þúsunda mættu á kynningu Endrick
Endrick grét á kynningunni
Endrick grét á kynningunni
Mynd: Getty Images
Um 43 þúsund manns mættu til að bjóða brasilíska sóknarmanninn Endrick velkominn til Real Madrid á Santiago Bernabeu í dag.

Real Madrid festi kaup á Endrick frá Palmeiras fyrir rúmu hálfu ári en hann gekk ekki formlega í raðir félagsins fyrr en í sumar.

Endrick er 18 ára gamall og þegar kominn með fast sæti í brasilíska landsliðshópnum.

„Ég hef verið stuðningsmaður Real Madrid frá því ég var lítill strákur og núna er ég leikmaður Real Madrid,“ sagði tárvotur Endrick á kynningunni.

Brasilíumaðurinn mun klæðast treyju númer 16 á komandi tímabili.

Skemmtilegt atvik kom upp á kynningunni er Endrick gekk upp að sviðinu. Leikmaðurinn fíflaðist í bróður sínum sem var ekki hrifinn af uppátæki hans og ullaði til baka. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner