Um 43 þúsund manns mættu til að bjóða brasilíska sóknarmanninn Endrick velkominn til Real Madrid á Santiago Bernabeu í dag.
Real Madrid festi kaup á Endrick frá Palmeiras fyrir rúmu hálfu ári en hann gekk ekki formlega í raðir félagsins fyrr en í sumar.
Endrick er 18 ára gamall og þegar kominn með fast sæti í brasilíska landsliðshópnum.
„Ég hef verið stuðningsmaður Real Madrid frá því ég var lítill strákur og núna er ég leikmaður Real Madrid,“ sagði tárvotur Endrick á kynningunni.
Brasilíumaðurinn mun klæðast treyju númer 16 á komandi tímabili.
Skemmtilegt atvik kom upp á kynningunni er Endrick gekk upp að sviðinu. Leikmaðurinn fíflaðist í bróður sínum sem var ekki hrifinn af uppátæki hans og ullaði til baka. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
JAJAJA ENDRICK CON SU HERMANO ???????????? pic.twitter.com/G8y1uicHM6
— REAL MADRID FANS ???? (@AdriRM33) July 27, 2024
Athugasemdir