sun 27. september 2020 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Már á „klárlega" heima í landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson skoraði jöfnunarmark Vals gegn Breiðabliki í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik.

Birkir var að skora í þriðja leiknum í röð og hefur skorað alls fjögur mörk í þeim leikjum.

„VALSARAR JAFNA!!!!!!!! Birkir Heimisson með geggjaða sendingu eftir innkast þar sem að Birkir Már laumar sér á fjær og setur hann í netið. Rétt fyrir innkastið flaggaði línuvörðurinn rangstöðu sem að Vilhjálmur hundsaði og Blikarnir eru brjálaðir," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu.

Heimir Guðjónsson var spurður í viðtali við Stöð 2 Sport hvort Birkir Már ætti heima í landsliðinu.

„Klárlega," sagði Heimir.

Birkir var spurður út í landsliðið í viðtali eftir tvennuna (sjá hér að neðan) gegn FH í síðasta leik og kvaðst Birkir vera hættur að hugsa um landsliðið.
Birkir Már: Ég er alveg hrikaleg vítaskytta
Athugasemdir
banner
banner
banner