Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 27. september 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harðorður í garð Hazard - „Stór brandari"
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Tomas Roncero, pistlahöfundur AS á Spáni, er ansi harðorður í garð Eden Hazard, leikmanns Real Madrid, í nýjum pistli sem hann skrifar fyrir fjölmiðilinn.

Hazard kom til Real Madrid í fyrra fyrir upphæð sem gæti farið upp í 146 milljónir evra. Hazard þótti valda vonbrigðum á sínum fyrsta tímabili þar sem hann var mikið meiddur og spilað ekki nægilega vel þess á milli.

Hazard hefur verið utan hóps í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hjá Madrídarstóveldinu vegna meiðsla. Hazard fékk að heyra það í spænskum fjölmiðlum fyrir að koma of þungur til æfinga í september og Roncero er ekki skemmt.

„Vandamálið er ekki ökkli hans. Það er hvað hann er latur á sumrin, en hann kom aftur til liðsins of þungur og ekki í formi," skrifar Roncero.

„Hjá Chelsea urðum við öll ástfangin að því hvernig hann spilaði leikinn. Hjá Real Madrid höfum við ekki séð það sama. Þú þarft að horfa á klippur af honum í bláu til að njóta hæfileika hans. Mér finnst eins og það hafi verið svindlað á mér."

„Leikmaður með stolt hefði sagt við Zidane á föstudagsmorgun: 'Stjóri, ég er þreyttur á mistökum mínum. Ég skulda Madridismo (stuðningsmönnum Real Madrid) virðingu. Taktu mig með til Sevilla, ég ætla að skilja hjarta mitt eftir á vellinum gegn Betis'."

„Nei, í staðinn mun hann horfa á annan leik í sjónvarpinu á meðan liðsfélagar hans gefa allt sitt fyrir hann. Þetta var ekki planið þegar hann var keyptur síðasta sumar. Að vera leikmaður Real Madrid er ekki brandari en staða Hazard er að verða stór brandari."
Athugasemdir
banner
banner
banner