Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. september 2020 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Sassuolo vann Spezia, tap hjá Emil og Mikael skoraði
Mikael á unglingalandsliðsæfingu síðasta haust.
Mikael á unglingalandsliðsæfingu síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum er lokið í Serie A í dag. Verona vann Udinese 1-0 á heimavelli og Sassuolo vann Spezia 1-4 á útivelli í fyrsta leik dagsins.

Þá tapaði Padova í fyrstu umferð C-deildarinnar. Emil Hallfreðsson lék fyrstu 54 mínúturnar þegar Imolese vann 0-1 útisigur.

Í ítölsku U19 ára deildinni skoraði Mikael Egill Ellertsson og lagði upp þegar Spal vann 2-1 sigur á Inter í gær.

Sjá einnig:
Tók rúmar fimm mínútur að dæma mark af með VAR

Spezia 1 - 4 Sassuolo
0-1 Filip Djuricic ('12 )
1-1 Andrey Galabinov ('30 )
1-2 Domenico Berardi ('64 , víti)
1-3 Gregoire Defrel ('66 )
1-4 Francesco Caputo ('76 )

Verona 1 - 0 Udinese
1-0 Andrea Favilli ('57 )


Athugasemdir
banner
banner
banner